Fjáröflun – vörur til afhendingar

Sæl,

Vörur úr fjáröflun strákanna í  6. flokki Stjörnunnar verða til afhendingar í Skútuvogi 6 (afgreiðsla Netsöfnunar ehf.) á milli kl.12 og 16, 14.- 16.apríl.  Vinsamlegast sendið það reikningnúmer sem þið viljið að söfnunartekjurnar verði lagðar inn águnnhildural@samgongustofa.is

 Með kveðju,

Foreldraráð

Posted in Uncategorized | Skrá ummæli

Stjörnumót TM – Skráning

Kæru foreldrar,

Eins og áður hefur komið fram þá munum við halda Stjörnumót TM laugardaginn 26. apríl. Við búumst við um 750 þátttakendum þannig að mótið verður mjög stórt, næstum jafn stórt og Shellmótið :) Mótið er gríðarlega stór liður í fjáröflun yngri flokkana í Stjörnunni og því er mjög mikilvægt að þátttaka foreldra í kringum mótið verði mikil (nánar um það síðar).

Skráning er formlega hafin og fer þannig fram að þið skrifið nafnið á ykkar dreng við þessa færslu. Skráningu lýkur þriðjudaginn 22. apríl. Vinsamlegast skráið ykkar dreng sem allra fyrst svo að við fáum góða mynd á því hversu mörg lið við Stjörnumenn þurfum að hafa á mótinu.

kveðja,
þjálfarar
halldor.emilsson86@gmail.com

Posted in Uncategorized | 60 Ummæli

Páskafrí

Kæru foreldrar,

Æfingar í páskafríi verða á eftirfarandi dögum og tímum:

Laugardagur 12. apríl (hefðbundin æfing)
Eldri 10:00-11:00
Yngri 11:00-12:00

Mánudagur 14. apríl
10:00-11:00

Þriðjudagur 15. apríl
10:00-11:00

Miðvikudagur 16. apríl
10:00-11:00

Þar sem æfingarnar 14. til 16. apríl eru á vinnutíma munu mínir hundtryggu aðstoðarmenn sjá um æfingarnar. Fyrsta æfing eftir páskafrí verður svo miðvikudaginn 23. apríl

kveðja,
þjálfarar
halldor.emilsson86@gmail.com

Posted in Uncategorized | Skrá ummæli

Búllumót KR – Pistill

Kæru foreldrar,

Við mættum með 60 drengi á Búllumót KR sem fram fór í Vesturbænum síðastliðinn laugardag. Töluvert var um forföll þar sem stórt handboltamót var á sama tíma. Mótið var virkilega skemmtilegt og vel skipulagt og veðrið var frábært. Líkt og alltaf þá stóðu strákarnir sig alveg glæsilega á mótinu.

F-lið
Strákarnir stóðu sig í heildina alveg frábærlega á mótinu. Nær allir leikirnir voru frekar jafnir og því fengu strákarnir mjög mikið útúr mótinu. Leikurinn við Keflavík var hins vegar frekar ójafn þar sem lið Keflavíkur var mjög sterkt en Stjörnustrákarnir gáfust samt aldrei upp og veittu þeim harða samkeppni, við þjálfararnir vorum gríðarlega sáttir við þá baráttu hjá stráknum. Strákarnir hafa tekið miklum framförum, móttaka og sendingar eru orðnar betri og strákarnir eru því farnir að spila betur saman sem lið. Næstu skref hjá strákunum er að læra að spila stöðurnar á vellinum betur og sömuleiðis ná betri tökum á því að spila upp völlinn þegar markmaður hefur kastað út. Frábært hjá strákunum og það er mikilvægt að þeir mæti vel á æfingar til þess að ná auknum framförum.

E-lið
Stjarnan 2 (yngra ár)
Við þjálfararnir vorum virkilega ánægðir með frammistöðu strákanna í þessu liði á laugardaginn. Strákarnir voru alveg óhræddir að spila útfrá markmanni og upp allan völlinn og tókst oft á tíðum mjög vel til. Eðlilega kom fyrir að strákunum var refsað fyrir það ef sending klikkaði. Glæsileg tilþrif sáust eftir einstaklingsframtak og eru strákarnir líka komnir með góða tilfinningu fyrir því hvenær þeir eiga sjálfir að fara með boltann og hvenær þeir eiga að gefa á samherja. Líkt og hjá F-liðinu geta strákarnir enn bætt það þegar varnarmenn hafa fengið boltann frá markmanni, ef þeir eru í vandræðum þá geta þeir alltaf gefið til baka á markmanninn í stað þess að senda beint fyrir markið sem getur verið hættulegt. Markmaður má einnig alltaf kasta langt fram á völlinn ef varnarmennirnir eru dekkaðir.

Stjarnan 1 (eldra ár)
Strákarnir voru ekki alveg vaknaðir í fyrsta leiknum en duttu svo fljótlega í gírinn. Strákarnir sýndu mörg glæsileg tilþrif og skoruðu flott mörk og sýndu að þeir geta auðveldlega spilað flottan fótbolta. Það sem vantaði helst uppá var að strákarnir skiluðu sér til baka í vörnina og héldu stöðunum á vellinum betur. Í þeim æfingaleikjum og mótum sem við förum á þá reynum við að láta strákana spila jafnt í vörn eða í sókn og þegar strákarnir spila sem varnarmenn þá er mjög mikilvægt að þeir spili þá stöðu rétt. Um leið og einn “svindlar” þá er orðið töluvert auðveldara fyrir andstæðinginn að skora á okkur. Þetta kemur allt með fleiri leikjum hjá strákunum. Það var gaman að sjá hvað markvarsla liðsins var góð á mótinu. Glæsileg frammistaða hjá Stjarnan 1 í E-liðum.

D-lið
Stjarnan 2 (yngra ár)
Strákarnir í þessu liði stóðu sig glæsilega á mótinu um helgina og fóru í undanúrslit, en töpuðu þar í hörkuleik gegn Stjarnan 1. Það var virkilega gaman að sjá að strákarnir eru farnir að spila stöðurnar á vellinum betur í staðinn fyrir að hlaupa út um allan völl. Einnig eru allir í liðinu búnir að ná betri tökum á því að spila vörn. Það sáust margir glæsilegir spilkaflar og einnig frábær tilþrif eftir einstaklingsframtak. Strákarnir geta hins vegar enn bætt sig í varnarleiknum og sást það vel í síðasta leiknum. Strákarnir sköpuðu sér nokkur mjög góð færi í þeim leik en fengu svo ódýr mörk á sig af því þeir voru ekki nógu duglegir að bakka í vörnina. Við þjálfararnir munum leggja áherslu á að fara vel yfir þetta með drengjunum á næstunni.

D-lið
Stjarnan 1 (yngra ár)
Strákarnir í D-liðinu í Stjarnan 1 stóðu sig frábærlega á laugardaginn og enduðu á að spila hörkuleik gegn Fjölni í úrslitaleiknum. Við þjálfararnir reyndum að láta þá spreyta sig jafn mikið í öllum stöðum vallarins og eru þeir farnir að skilja vel hvernig á að spila þær. Það var mjög gaman að sjá að það skiptir í raun engu máli í hvaða stöðum við stillum strákunum upp, spilamennskan er alltaf jafn góð. Leikskilningur strákana er orðinn mjög góður og sáust flottir góðir spilkaflar. Þegar strákarnir mæta hörku góðum andstæðingum eins og Fjölni, þá er mikilvægt að þeir sé tilbúnir í mikla baráttu og þurfa því að leggja enn harðar að sér í þannig leikjum. Frábært hjá D-liðinu.

C-lið
Stjörnudrengirnir í C-liða keppninni fóru alla leið í úrslitaleikinn og spiluðu frábæran fótbolta nær allan tímann á mótinu. Það var mjög gaman að sjá að strákarnir eru farnir að þora að halda boltanum innan liðsins, þeir létu boltann ganga vel á milli manna, reyndu einstaklingsframtak á réttum tímum og uppskáru mörg glæsileg mörk. Það var virkilega gaman að sjá að strákarnir spiluðu stöðurnar sínar vel á vellinum og það kom ekki að sök að við létum alla strákana spila jafnt í vörn sem og í sókn. Þó að Stjarnan hafi tapað úrslitaleiknum þá voru þeir sigurvegarar mótsins að mati okkar þjálfaranna af því að þeir voru það lið sem reyndi að spila góðan fótbolta allan tímann, í stað þess t.d. að dúndra boltanum alltaf fram hjá markmanni. Glæsilegt hjá strákunum í C-liðum.

B-lið
Strákarnir í B-liðinu sýndu á mótinu að leikskilningur þeirra er orðinn gríðarlega góður. Þeir halda stöðunum á vellinum mjög vel, færslurnar hjá þeim eru mjög góðar og þeir halda boltanum mjög vel innan liðsins. Strákarnir sköpuðu sér því fjöldan allan af marktækifærum og nýttu mörg þeirra vel. Strákarnir sköpuðu sér einnig fullt af “hálf-færum” en vantaði kannski ákveðinn kraft eða vilja til þess að klára þau færi, eða hreinlega bara að skjóta á markið um leið og færi gafst til (eins og þeir gerðu svo í undanúrslitum gegn ÍA). Strákarnir voru síst lakari aðilinn í undanúrslitunum gegn ÍA, fengu fullt af færum sem strákarnir náðu ekki að nýta en var svo refsað með að fá mark á sig í raun fyrir hver einustu mistök sem þeir gerðu. Þar sem við þjálfararnir viljum að strákarnir þori að spila upp allan völlinn frá markmanni þá er rosalega mikilvægt að þeir séu alltaf “á tánum” og með einbeitinguna í lagi þegar þeir taka á móti boltanum og senda hann frá sér. Frábært mót hjá B-liðinu.

A-lið
Við þjálfararnir vorum gríðarlega stoltir af spilamennsku A-liðsins á laugardaginn. Það var oft á tíðum unun að horfa á samspilið hjá strákunum og þau mörk sem strákarnir skoruðu. Varnarlega spiluðu strákarnir einnig mjög vel, fremsti maður er búinn að læra að það er á hans ábyrgð að loka á öftustu tvo varnarmenn andstæðingsins og svo fylgja aðrir leikmenn liðsins því eftir. Þau mörk sem strákarnir fengu á sig komu í raun öll eftir föst leikatriði eða langskot, það var því ekkert lið sem kannski náði að spila sig alveg í gegn. Strákarnir spiluðu hörku úrslitaleik við KR þar sem þeir voru gríðarlega óheppnir að ná ekki að skora fleiri en eitt mark, en KR ingar björguðu nokkrum sinnum á línu. KR-ingar pressuðu okkur hátt á vellinum og það var gaman að sjá að strákarnir reyndu að leysa það á réttan hátt með því að kasta boltanum lengra fram á völlinn (á framherja eða kantmenn), en það vantaði kannski aðeins meiri nákvæmni í sendingarnar eða að leikmennirnir kæmu á móti boltanum. Við munum vinna í því að bæta það hjá strákunum, ásamt því að þegar varnarmenn hafa fengið boltann frá markmanni þá er svo mikilvægt að þeir reyni að taka boltann með sér fram á völlinn, í stað þess að spila alltaf til baka á markmanninn.

Takk fyrir frábært mót á laugardaginn.

Það er stutt í næsta mót hjá okkur, en það verður Stjörnumót TM laugardaginn 26. apríl.

kveðja,
Halldór, Veigar og Hilmar
halldor.emilsson86@gmail.com

Posted in Uncategorized | Skrá ummæli

Búllumót KR – Liðaskipan og mæting

Kæru foreldrar,

Á morgun, laugardag 5. apríl, ætlum við á Búllumót KR sem fer fram á gervigrasvellinum á KR-svæðinu. Spilað verður í 7-manna liðum og er leiktími 1*12 mínútur. Strákarnir spila þrjá leiki í sínum riðli og svo verða spilaðir tveir leikir til viðbótar um sæti (krossspil). Það er því mikilvægt að þið foreldrarnir fylgist vel með í hvaða sæti strákarnir lenda í til að sjá á hvaða velli þeir eiga að spila þegar leikið er um sæti.

Þátttökugjald er 2.000 kr per dreng sem greiðist við svokallaða upplýsingamiðstöð við inngang vallanna. Foreldrar hvers og eins liðs safna saman gjaldinu og sendir einn fulltrúa til þess að greiða fyrir hvert lið. Innifalið í þátttökugjaldinu er hamborgari, drykkur og ávextir.

Leikjaplan mótssins má sjá hér:
Búllumót – skipulag

Hérna er svo handbók mótsins sem er mikilvægt að renna yfir:
http://www.yumpu.com/is/document/view/24138039/velkomin-i-frostaskjoli

Það er mikilvægt að strákarnir mæti tímanlega, í stjörnubúningnum, með takkaskó og í legghlífum.

Liðaskipan og og mæting er eftirfarandi:
A-lið mæting 13:45
Eggert Aron, Eyþór Örn, Guðmundur Baldvin, Kári Steinn, Magnús, Óskar Gabríel, Sigurbergur Áki

B-lið mæting 13:30
Benedikt, Emil Nói, Grumi, Jóhannes, Róbert Kolbeins, Tómas Ingi, Össur Anton

C-lið mæting 11:15
Baldur, Guðmundur Thor, Pétur Ágúst, Róbert Frosti, Sigurður Ingi, Snorri Logason, Tómas Snær

D-lið
Stjarnan 1 mæting 11:00
Arnar Darri, Atli Freyr, Hilmir Ásberg, Oddur, Ríkarður, Siggi Gunnar, Stefán Breki, Þór

D-lið
Stjarnan 2 mæting 11:00
Dagur Orri, Daníel Freyr, Gunnlaugur Árni, Helgi Fróði, Kristján Logi, Kristófer Herkus, Viktor Páll

E-lið
Stjarnan 1 mæting 8:45
Andrija, Aron Hafþórsson, Egill Gauti, Hilmar Goði, Hlynur Freyr, Kormákur Nói, Stefán Orri, Tómas Vignir

E-lið
Stjarnan 2 mæting 8:45
Alex Waage, Bergvin Logi, Bjarki Freyr, Brynjar Óli, Einar Ernir, Guðmundur (Mummi), Stefán Gísla

F-lið mæting 8:30
Erling, Freysteinn, Gunnar Breki, Kristján Freyr, Óttar, Símon Þór, Vilberg

kveðja,
þjálfarar
halldor.emilsson86@gmail.com

 

Posted in Uncategorized | Skrá ummæli

Fjáröflun 6.flokks drengja

Kæru forráðamenn,

Drengjunum í 6. flokki Stjörnunnar býðst að nýta sér fjáröflunarmöguleika flokksins. Hér (fjáröflun – leiðbeiningar) eru helstu upplýsingar og leiðbeiningar til þess að taka þátt:

Fjáröflun -leiðbeiningar

Fjáröflunin stendur frá 29.mars til 11.apríl og í framhaldinu kynnum við dag þar sem vörurnar verða afhentar til útkeyrslu. Það voru fjölmargir sem náðu að safna góðum pening í fyrra, endilega nýtið ykkur þetta.

foreldraráð 6.fl drengja

Posted in Uncategorized | Skrá ummæli

“Aukaæfing” á sunnudaginn í Kórnum

Kæru foreldrar,

Okkur stendur til boða að æfa í Kórnum kl 16:00-17:00 á sunnudaginn. Við ætlum að sjálfssögðu að nýta okkur það enda ekki á hverjum degi sem við fáum tækifæri til að æfa við allra bestu aðstæður.

Athugið að við munum einnig æfa á morgun, laugardag, á venjulegum tíma. Sunnudagsæfingin bætist svo aukalega við.

Við ætlum að breyta aðeins útaf vananum á æfingunni í Kórnum á sunnudaginn, við hvetjum foreldra drengjanna til þess að reima á sig takkaskóna og taka þátt í æfingunni (annað hvort sem leikmenn eða þjálfarar). Við skiptum strákunum á stöðvar eins og við gerum alltaf og hvert foreldri fylgir því sínum dreng alla æfinguna og æfir með sínum dreng og hópnum sem hann er í.

Plan helgarinnar er því eftirfarandi:
Laugardagur 10:00-11:00 (eldra ár)
Laugardagur 11:00-12:00 (yngra ár)
Sunnudagur 16:00-17:00 (allir)

kveðja,
þjálfarar
halldor.emilsson86@gmail.com

Posted in Uncategorized | Skrá ummæli