Mótið á sunnudaginn

Kæru foreldrar,

Sunnudaginn 24. ágúst förum við á Fram-mót sem haldið verður á æfingasvæði Framara í Úlfarsárdalnum í Grafarholtinu í Reykjavík (ATHUGIÐ ekki í Safamýri). Þetta er síðasta verkefni 6.flokks á þessu tímabili. Það verður frí á æfingum yngstu flokkana í næstu viku og mjög fljótlega ætti að skýrast hvaða þjálfarar munu þjálfa 6.flokk og 5.flokk á næsta tímabili og sömuleiðis hvernig æfingatöflur flokkanna verða.

Mótið á sunnudaginn verður örlítið frábrugðið flestum mótum sem við höfum farið á. :
*Einungis verður spilað í 2 styrkleikaflokkum en yfirleitt höfum við spilað í 4-6 styrkleikaflokkum. Það verður því gaman að breyta aðeins útaf vananum og blanda strákunum enn meira í lið og sjá hvernig það kemur út.
*Hvor styrkleikaflokkur spilar í 2 klukkustundir í senn.
*Spilaðir verða 5*12 mínútna leikir og spilar hvert lið leik í annarri hverri umferð og þrautir í hinni umferðinni.
*Á milli umferða eru ýmsar knattþrautir sem liðin fara í.
*Stjarnan, Fjölnir og Fram munu taka þátt.

Ég (Dóri) verð líklega eini Stjörnuþjálfarinn á staðnum og þarf því að fá 1 liðsstjóra hjá hverju liði til þess að fylgja liðunum í leikjunum og knattþrautunum. Liðsstjórar munu fá afhent leikjaplan og knattþrautaplan á sunnudaginn. Ég mun svo labba á milli valla og fylgjast með strákunum. Aðalatriðið á mótinu er að strákarnir skemmti sér sem best, reyni að spila góðan fótbolta og slútti tímabilinu með stæl. Vinsamlegast sendið á mig póst á halldor.emilsson86@gmail.com ef þið getið verið liðsstjórar.

Kostnaður er 1.500 kr per þátttakanda og innifalið í því er pizza og svali að móti loknu. Líkt á og á öðrum mótum á tímabilinu þá greiðir hvert og eitt lið fyrir sig.

Fyrri hópur á að vera mættur klukkan 11:00 og spilar frá 11:30-13:30.
Seinni hópur á að vera mættur klukkan 13:15 og spilar frá 13:45-15:45.

Liðin í hvorum styrkleika hópi fyrir sig eiga að vera alveg jafn góð. Stjarnan1 til Stjarnan 7 í fyrri hóp eiga að vera alveg jafn góð og svo eiga Stjarnan1 til Stjarnan7 í seinni styrkleika að vera alveg jafn góð.

Hér má sjá liðaskipan, mætingartíma og í hvorum hópnum ykkar strákur er:
FramMót – Liðaskipan & mæting

kveðja,
Dóri
halldor.emilsson86@gmail.com

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

6var við Mótið á sunnudaginn

 1. Páll Ágúst Ásgeirsson sagði:

  Ég get verið liðsstjóri hjá Stjörnunni 2 kl 11:00

 2. Kristmundur Einarsson sagði:

  Fyrri hópur lið 3. Kristmundur -Einar Ernir

 3. Gummi Þórðar sagði:

  Ég get verið liðsstjóri hjá Stjarnan 7 – seinni hópurinn.

 4. Sigurhans sagði:

  Ef það vantar enn liðsstjóra fyrir S4 eftir hádegi þá er ég klár í verkefnið ; )

 5. Elías sagði:

  Ég get verið liðsstjóri fyrir S5 í fyrri hópnum

 6. Sveinn sagði:

  Ég get verið liðsstjóri fyrir S6 í fyrri hópnum ef enn vantar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s